
Pakkagögn
GPRS-tækni (General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir farsímanotendum
kleift að senda og taka á móti gögnum um net sem byggir á internetsamskiptareglum
(Internet Protocol, IP).
Tilgreint er hvernig þjónustan er notuð með því að velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengingar
>
Pakkagögn
>
Pakkagagnatenging
og svo úr eftirfarandi:
Þegar þörf er — Koma á pakkagagnatengingu þegar forrit þarfnast þess. Tengingin
rofnar um leið og forritinu er lokað.
Sítenging — Tengjast pakkagagnaneti sjálfkrafa þegar kveikt er á tækinu.
Hægt er að nota tækið sem mótald með því að tengja það við tölvu með Bluetooth.
Nánari upplýsingar er að finna í þeim gögnum sem fylgdu með Nokia PC Suite.